
VIÐBÓTARSTILLINGAR
Kælivifta
Þegar tækið gengur kviknar sjálfvirkt á
kæliviftunni til að halda flötum tækisins
svölum. Ef þú slekkur á heimilistækinu
stöðvast kæliviftan.
Öryggishitastillir
Röng notkun tækisins eða bilun í íhlutum
getur orsakað hættulega ofhitnun. Til að
koma í veg fyrir þetta, hefur ofninn
öryggishitastilli sem rýfur
rafmagnstenginguna. Ofninn kveikir
sjálfkrafa á sér aftur þegar hitastigið lækkar.
GÓÐ RÁÐ
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Hitastig og bökunartímar í
töflunum eru einungis til
viðmiðunar. Þeir eru háðir
uppskriftunum og gæðum og
magni þess innihaldsefnis sem
er í notkun.
Almennar upplýsingar
• Heimilistækið hefur fjórar hillustöður.
Teldu hillustöðurnar að neðan frá botni
tækisins.
• Tækið er með sérstakt kerfi sem setur
loftið í hringrás og endurnýtir stöðugt
gufuna. Með þessu kerfi getur þú eldað í
gufukenndu umhverfi og haldið matnum
mjúkum að innan og stökkum að utan.
Það minnkar eldunartíma og orkunotkun
niður í lágmark.
• Raki getur þéttst í heimilistækinu eða á
glerplötum hurðarinnar. Þetta er eðlilegt.
Haltu þig alltaf frá heimilistækinu þegar
þú opnar hurð þess á meðan þú ert að
elda. Til að minnka rakaþéttinguna skaltu
láta heimilistækið ganga í 10 mínútur
áður en þú byrjar að elda.
• Þurrkaðu burt raka eftir hverja notkun
tækisins.
• Ekki setja hlutina beint á botn
heimilistækisins og ekki hylja einingarnar
með álpappír þegar þú eldar. Það getur
breytt árangrinum af bakstrinum og
skemmt glerungshúðina.
Kökur bakaðar
• Opnaðu ekki ofnhurðina fyrr en 3/4
baksturstímans eru liðnir.
• Ef þú notar tvær bökunarplötur á sama
tíma skaltu hafa eina tóma hæð á milli
þeirra.
Eldun á kjöti og fiski
• Notaðu djúpa pönnu fyrir mjög feitan mat
til að koma í veg fyrir að blettir sem geta
verið varanlegir komi í ofninn.
8 Leonard
Comentarios a estos manuales