
en heimilistækið hefur kólnað til fulls eftir
notkun.
Umhirða og hreinsun
AÐVÖRUN! Hætta á
líkamstjóni, eldsvoða eða því að
heimilistækið skemmist.
• Áður en viðhald fer fram á tækinu skal
slökkva á því og aftengja aðalklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
• Gættu þess að heimilistækið sé kalt.
Hætta er á að glerplöturnar brotni.
• Endurnýjaðu glerplöturnar í ofnhurðinni
strax þegar þær skemmast. Hafðu
samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð.
• Vertu varkár þegar þú tekur hurðina af
heimilistækinu. Hurðin er þung!
• Hreinsaðu heimilistækið reglulega til að
yfirborðsefnin á því endist betur.
• Hreinsaðu tækið með rökum og mjúkum
klút. Notaðu aðeins mild þvottaefni. Ekki
nota rispandi efni, stálull, leysiefni eða
málmhluti.
• Ef þú notar ofnhreinsi skaltu hlýða
öryggisleiðbeiningunum á umbúðunum.
• Ekki skal hreinsa hvataglerunginn (ef við
á) með neins konar hreinsiefni.
Ofnljósið
• Sú tegund ljósaperu eða halógenlampa
sem notuð er fyrir þetta tæki er aðeins
ætluð heimilistækjum. Ekki nota það
sem heimilisljós.
AÐVÖRUN! Hætta á raflosti.
• Áður en skipt er um ljósið, skal aftengja
heimilistækið frá rafmagnsinntakinu.
• Einungis skal nota ljósaperur sem hafa
sömu eiginleika.
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
• Aftengdu tækið frá rafmagni.
• Klipptu rafmagnssnúruna af upp við
heimilistækið og fargaðu henni.
• Fjarlægðu hurðarlokuna til að koma í veg
fyrir að börn eða gæludýr festist inni í
heimilistækinu.
Þjónusta
• Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að gera við
heimilistækið.
• Notaðu eingöngu upprunalega varahluti.
Leonard 5
Comentarios a estos manuales